05.01.1917
Neðri deild: 15. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í B-deild Alþingistíðinda. (447)

30. mál, lán til flóabáta

Framsm. (Þorsteinu Jónsson):

Þessari athugasemd háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) er því að svara, sem jeg hefi áður tekið fram, að nefndin leitaði álits Eimskipafjelagsstjórnarinnar um það, hvar hún álíti þörfina vera mesta, og hún benti ekki á þessa staði. Sömuleiðis skal jeg geta þess, að Ingólfur hefir stöku sinnum verið látinn fara austur, en mjer er sagt, að þær ferðir hafi borgað sig illa. Annars skal jeg taka það fram, að nefndin er fús til að taka þetta atriði til frekari athugunar.

Um hitt atriðið, ábyrgð hjeraðanna, er það að segja, að nefndin áleit sjálfsagt, að hlutaðeigandi hjeruð ábyrgðust lánin.