09.01.1917
Neðri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 360 í B-deild Alþingistíðinda. (476)

41. mál, skaðabætur til farþeganna á Flóru

Framsm. (Magnús Pjetursson):

Út af fyrirspurn hv. 1. þm. Húnv. (Þór. J.) um, hver gangskör hafi verið gjörð, til þess að innheimta fje þetta, þá skal jeg geta þess, að samkvæmt upplýsingum frá fráfarandi ráðherra (E. A.), þá hefir málið verið sent utanríkisráðuneytinu danska til meðferðar og jafnframt hefir Birni Sigurðssyni bankastjóra, sem nú er í Lundúnum, verið falið á hendur að greiða sem mest fyrir því. En ekkert er enn þaðan komið, sem bendi til hvernig málinu muni lykta. Aftur á móti vil jeg benda á, að í brjefi landlæknis, sem er hjer í skjölunum, skýrir hann frá, að Englendingar hafi játað, að skipið hafi verið tekið af vangá, og strax lofað að borga far og fæði farþeganna. Virðist þetta benda til þess, að Englendingar viðurkenni skaðabótaskylduna.