10.01.1917
Neðri deild: 19. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í B-deild Alþingistíðinda. (486)

41. mál, skaðabætur til farþeganna á Flóru

Framsm. (Magnús Pjetursson):

Upphafinu á ræðu háttv. 2. þm. Rang. (E. J.) var jeg búinn að svara og þarf ekki að endurtaka það. En hvað upphæð skaðabótanna viðvíkur, þá get jeg lýst yfir því, að vjer höfum fengið vottorð frá vinnuveitendum þeim, sem fólkið var ráðið hjá, um það, hvað þeir hafi goldið hátt kaup fyrir tíma þann, er fólkið var í hrakningunum. Munu því skaðabæturnar reiknaðar eftir þeim vottorðum, og virðist mjer fult samræmi vera í því.