28.12.1916
Neðri deild: 7. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í B-deild Alþingistíðinda. (534)

15. mál, verslun og vöruflutningar

Flutnm. (Pjetur Jónsson):

Í háttv. Ed. hefir komið fram till. sama efnis og þessi. Eins og menn vita, var á dögunum kosin nefnd, til þess að athuga frv. til laga um heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til landsins; til þeirrar nefndar var og kjöttollinum vísað. Báðum þessum hlutverkum hefir nefndin lokið. Síðan hefir einu máli verið vísað til hennar. En það mun að minsta kosti hafa legið í loftinu, þegar kosning þessarar nefndar var undirbúin af flokkunum, að tilgangurinn með henni væri sá, að hún fjallaði um ensku samningana, líkt og ætlast er til um nefndina í Ed., og því er þessi tillaga komin fram. Þessi nefnd hefir fengið skjöl frá stjórninni, sem lúta að ensku samningunum, en hún hefir ekki athugað þá, nema í hjáverkum, enda ekki haft umboð til þess.

Jeg skal taka það fram, að það er ekki hugsunin, að nefnin semji við Breta, heldur athugi málið í samráði við landsstjórnina, líkt og hin fyrirhugaða nefnd í Ed.