09.01.1917
Neðri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 499 í B-deild Alþingistíðinda. (567)

36. mál, skipun landsbankastjórnarinnar

Flutnm. (Þorsteinn Jónsson):

Það er orðið að samkomulagi milli vor flutningsm., að taka till. aftur, ekki af því að hún komi í bág við lög, heldur vegna þess, að að stjórnin telur hana varhugaverða. Annars lítum vjer svo á, að þótt till. hinna þriggja fjelaga komi í bág hver við aðra, ræður auðvitað stjórnin úr á eigin ábyrgð.

Um notkun orðsins „skipa“ í till. vil jeg ekki þrátta hjer í deildinni, en vil taka það fram, að það er þar notað samkvæmt góðri og gildri íslenskri málvenju.