09.01.1917
Neðri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 542 í B-deild Alþingistíðinda. (614)

25. mál, kolarannsókn og kolavinnsla

Forseti:

Það kynni að mega líta svo á, að þetta mál heyrði undir 16. gr. þingskapanna og þyrfti því að leita samþykkis fjárveitinganefndarinnar til þess, að það væri tekið hjer til meðferðar. En af því að jeg heyri eindreginn vilja háttv. deildar um, að þetta mál nái hiklaust fram að ganga, þá skoða jeg það sem samþykt, að þessa þurfi ekki, ef enginn hefir neitt á móti því. En til frekari fullvissu, hefir samt framsm. fjárveitinganefndarinnar, háttv. þm. V. Sk. (G. Sv.), beðið sjer hljóðs, til að lýsa afstöðu nefndarinnar til málsins.