09.01.1917
Neðri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 542 í B-deild Alþingistíðinda. (615)

25. mál, kolarannsókn og kolavinnsla

Gísli Sveinsson:

Það er rjett, að ef til vill mætti líta svo á, sem 16. gr. þingskapanna hafi ekki verið með öllu fullnægt, af því að till. hefir ekki legið fyrir fjárveitinganefndinni. En ef enginn háttv. þingdeildarmaður mælir á móti því, að till. gangi fram án þessa, og þar sem fjárveitinganefnd, þótt til hennar hefði komið, mundi engan veginn hafa lagst á móti málinu, sem auk þess hefir verið í höndum fjárhagsnefndar, þá mun mega álíta, að málið megi ganga leiðar sinnar, án þess nefndin fjalli nokkuð um það.