12.01.1917
Neðri deild: 23. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (632)

35. mál, lán til garðræktar

Forseti:

Jeg get ekki orðið viðbón hv. þm. (B. J.), um að leita þeirra afbrigða, sem hann fer fram á. Afbrigði eru yfirleitt ekki veitt nema nauðsyn krefji, og hjer ber enga nauðsyn til, því að nefndin getur enn komið með málið, ef hún vill styðja að framgangi þess.

Hins vegar er formanni landbúnaðarnefndarinnar heimilt að gjöra grein fyrir drætti þeim, sem orðið hefir á afgreiðslu nefndarálitsins.