11.01.1917
Neðri deild: 22. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í B-deild Alþingistíðinda. (642)

Þinglenging

Pjetur Jónsson:

Mjer þykir það dálítið óeðlilegt, að fara nú fyrst að leita atkvæða um þetta, þar eð tími sá er þegar útrunninn, sem þingið var framlengt til, sem sje 10. jan.

Mörgum hefir fundist eins og háttv. þm. Dala (B. J.), að tími mundi lítt endast til afgreiðslu allra mála, sem fyrir liggja, en nú er svo komið, að Gullfoss hefir verið fenginn til þess að bíða til laugardags. Báðum við hæstv. forseta að rannsaka það, hvort hægt mundi að ljúka málum svo snemma, að hugsanlegt væri, að hann fengist til að bíða. Og nú hefir það verið ákveðið að slíta þingi á laugardaginn, og skipið lofað að bíða þangað til, og mun nú ilt að rifta þessu, úr því svona er komið. Að minsta kosti vil jeg gjöra það að skilyrði, ef þingið verður framlengt enn þá, að við þá fáum ferð, á landssjóðskostnað, til Seyðisfjarðar, svo snemma að við náum heim með Ceres.