11.01.1917
Neðri deild: 22. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í B-deild Alþingistíðinda. (643)

Þinglenging

Bjarni Jónsson:

Hvað viðvíkur ferð þingmanna, má geta sjer þess til, að þeir, sem fara með Gullfossi og bíða þurfa skips á Seyðisfirði, muni halda þar aukaþing á landssjóðs kostnað, því að þar verða þeir að bíða á aðra viku. Annars tel jeg allar líkur til að „Ísland“ fáist til að taka þessa þingmenn til Seyðisfjarðar. Enn fremur fer Botnia þangað 12. febr. Einhver ráð mun stjórnin hafa, og ef alt um þrotnar, er ekki óvanalegt að Íslendingar ferðist landveg á vetrardag.