15.12.1916
Sameinað þing: 1. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í B-deild Alþingistíðinda. (668)

Rannsókn kjörbréfa

Framsm. 3. kjörbrjefadeildar (Jón Magnússon):

Kjördeildin hefir að eins 2 kærur til athugunar, nefnilega um kosninguna í Gullbr.-og Kjósars. og Eyjafjarðars. Um kosninguna í Eyjafjarðars. læt jeg mjer nægja að vísa til ræðu frsm. 2. kjördeildar (M. G.). Get jeg að nokkru leyti sagt hið sama um hina kæruna. Mjer virtist það samhuga álit kjördeildarinnar, að úrskurðurinn um að framboðið skyldi eigi tekið til greina, væri rangur, en niðurstaðan hin sama, þar eð framboðið var tekið aftur. Svo var kjörseðlalíkingin. Deildin áleit þetta varhugavert fordæmi, og telur ástæðu til að minna menn á, að fara varlega í slíkt. Hjer var munurinn svo lítill, að hæglega mátti villast á.

Deildin leggur síðan til að allar kosningarnar verði samþyktar.