12.01.1917
Neðri deild: 26. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

4. mál, Íslandsbanka leyft að auka seðlaupphæð

Jón Jónsson:

Brtt. þessari var hjer vel tekið áður, en nú er svo, sem komið sje annað hljóð í strokkinn, og þykir mjer það dálítið undarlegt.

Er svo að sjá, sem eitthvað hafi gjörst í málinu síðan það var afgreitt hjeðan til háttv. Ed. Ef til vill hefir bankinn látið í ljós erfiðleika á því, að nota heimildina, ef hækkað væri gjaldið. Eða hefir hann má ske haft hótanir í frammi? Ef svo er, þá get jeg ekki álitið, að háttv. þingm. sje samboðið að beygja sig fyrir því.

Þótt hæstv. forsætisráðherra (J. M.) hafi sagt það, get jeg þó ekki tekið það trúanlegt, að bankinn geti ekki notað heimildina sjer að skaðlausu, ef gjaldið til landssjóðs er hækkað upp í 3%.

Mun jeg því halda brtt. fram til streitu.