13.01.1917
Sameinað þing: 4. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í B-deild Alþingistíðinda. (688)

42. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslunnarmönnum landssjóðs

Forseti:

Jeg skal leyfa mjer að lýsa yfir því, að slík tillaga getur ekki orðið borin upp í sameinuðu þingi, þar eð það fer í bága við 12. gr. stjórnarskrárinnar frá 1903, sbr. 41. gr. þingskapanna, en hins vegar er ákveðið í 29. gr. þingskapanna, að þingsályktunartillaga, sem borin er upp í báðum deildum og breytt í hinni síðari, skuli útkljáð í sameinuðu þingi.