13.01.1917
Sameinað þing: 4. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í B-deild Alþingistíðinda. (700)

42. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslunnarmönnum landssjóðs

Jón Jónsson:

Jeg vil að eins spyrja að því, hvort leyfilegt sje nú að greiða atkv. um mál þetta hjer, því að síðast, er mál þetta var fyrir í hv. Nd., var það afgreitt með afbrigðum frá þingsköpum, og voru afbrigðin samþ. með 19 atkv. gegn 7, en það er ekki allskostar nægilegur atkvæðamunur, til þess að afbrigðin sje heimil, samkv. þingsköpunum, eins og á stóð. Mætti því ef til vill líta svo á, að afbrigðanna væri synjað, þótt forseti gætti þess ekki.