12.01.1917
Neðri deild: 26. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í B-deild Alþingistíðinda. (72)

4. mál, Íslandsbanka leyft að auka seðlaupphæð

Einar Arnórsson:

Jeg vildi að eins gjöra nánari grein fyrir þessu. Það er rjett hjá hæstv. forsætisráðherra (J. M.), að jeg hefi bæði sjálfur sagt bankanum, og látið hlutaðeigandi skrifstofustjóra segja, að bankinn mætti vera búinn við því, að lána landssjóði fje, ef hann fengi aukna seðlaútgáfuheimildina. Mig minnir, að áður en jeg fór frá, hafi verið verslunarlán landsins hjá Íslandsbandsbanka að upphæð 600 þús. kr. Landsbankinn mun líka hafa eitthvað lánað í þarfir verslunar landssjóðs. Hann hefir auk þess lánað símastjórninni allháa upphæð, sem heimiluð var í síðustu fjárlögum.