08.01.1917
Efri deild: 14. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (742)

4. mál, Íslandsbanka leyft að auka seðlaupphæð

Magnús Torfason:

Að eins örfáar athugasemdir. Fyrst skal jeg taka það fram, að orðin „í mesta lagi“ í lögunum frá 9. sept. 1915 eru óþörf, ef ekki má byggja á þeim sjerstaklega, að síður eigi framvegis að gefa lög um þetta mál en önnur.

Þegar jeg talaði um gullforðann, átti jeg við hann samkvæmt bráðabirgðalögunum. — Það gleður mig að heyra, að allstór skamtur gullforðans er geymdur í Norges Bank í Kristianíu. Tel það hyggilega ráðið.

Jeg veit ekki vel, hvort hæstv. 1. landsk. þm. (H. H.) hefir skilið það rjett, sem jeg sagði um fororðið. Það á að mínu viti ekki að vera fordæmi þess, að fullnægja viðskiftaþörf landsins með seðlaaukning Íslandsbanka — og engu öðru.