12.01.1917
Efri deild: 19. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í B-deild Alþingistíðinda. (749)

4. mál, Íslandsbanka leyft að auka seðlaupphæð

Karl Einarsson:

Það er að eins stutt athugasemd.

Jeg skrifaði undir nefndarálitið með fyrirvara, og gjörði þá grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. Jeg skal þess vegna ekki fara inn á það svið nú. Þá hafði jeg hugsað mjer að koma með brtt, sem færi í þá átt, að teknir yrðu fullir útlánsvextir af þeirri seðlafúlgu, sem færi yfir vist hámark, en jeg tók það þá fram, að jeg hefði ákveðið, að ljá frumv. fylgi óbreyttu til bráðabirgða til næsta þings. Hv. Nd. hefir samþ. 4% afgjald alveg umhugsunarlaust. Og sama hv. deild hefir, eftir að hafa sofið eina nótt, ákveðið, að það skuli ekki vera nema 3%. Af þeirri meðferð málsins hefi jeg ekki getað sannfærst um, að rjett sje, að gjöra neina breytingu á niðurstöðu þeirri, sem nefndin komst að. Jeg vil að lokum lýsa yfir því, að jeg vil, að þingið leyfi málinu fram að ganga nú sem bráðabirgðaákvæði. Jeg hefi ekki sannfærst um, að ástæða sje til að breyta frumvarpinu og mun því greiða því atkvæði mitt.