04.01.1917
Efri deild: 11. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í B-deild Alþingistíðinda. (759)

5. mál, tímareikningur

Magnús Torfason:

Jeg stend ekki upp til þess að mótmæla frumvarpinu á neinn hátt; er þvert á móti eins og fleiri landsmenn glaður yfir breytingu þessari og tel hana þarflega, bæði sakir ljósmetissparnaðar og ýmsra annara hlunninda. Það sem veldur því, að jeg stend upp, er það, að nefndin telur tímamótin til 15. nóvember. Þykir mjer það fulllangt, því þá er, eins og menn vita, komið fram í svartasta skammdegið. Yfirleitt mun ekki mun ekki farið á fætur fyr en kl. 7 um það leyti árs, en eftir miðtíma verður það kl. 5½, og er þá alls eigi komin nein dagsskíma. Tel jeg ástæðulaust að ákveða tímann lengur en til 1. nóv., enda þekki jeg marga gamla og reynda búmenn, er jafnvel seinkuðu klukkunni um það leyti. — Tek jeg þetta fram til athugunar fyrir stjórnina. —