08.01.1917
Efri deild: 14. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (792)

10. mál, skipaveðlán h.f. Eimskipafélags Íslands

Hannes Hafstein:

Að eins örstutt aths. viðvíkjandi orðalaginu á fyrirsögn frv. Þar stendur „heimild fyrir landsstjórnina“, en ætti heldur að vera „heimild fyrir ráðherrana“.

Orðið landsstjórn hefir, að minsta kosti alloft, verið notað um hina sjerstöku stjórn Íslands, konunginn og ráðherra Íslands. En það mun vissulega ekki vera meining þeirra, sem nú samþ. þessi lög, að konungsúrskurð þurfi til þess að framkvæma það, sem lögin heimila, heldur að það skuli gjört af hlutaðeigandi ráðherra, eða ráðherrunum í sameiningu.