12.01.1917
Efri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í B-deild Alþingistíðinda. (863)

40. mál, kaup á eimskipum til vöruflutninga

Kristinn Daníelsson:

Það er að eins örstutt athugasemd.

Jeg vil mæla eindregið með því, að frv þetta nái fram að ganga, þótt jeg hefði heldur kosið, að það hefði verið samþ eins og það var orðað á þgskj. 86. Því að jeg er í raun og veru mótfallinn því að landssjóður kaupi fleiri en eitt skip, það er að segja, að jeg tel ekki, að hann eigi að gjörast rekandi skipaútgjörðar. En þeirri ósk minni vil jeg lýsa hjer í hæstv. deild, að landsstjórnin gjöri alt, sem í hennar valdi stendur, til þess að greiða fyrir samgöngum vorum á þessum tímum. Að lokum vildi jeg svo óska, að tíminn yrði ekki frekar tafinn með löngum umræðum um frv., heldur að það yrði samþ. af hinni hæstv. deild, eins og það liggur nú fyrir.