18.12.1916
Efri deild: 2. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í B-deild Alþingistíðinda. (978)

Minning Þórhalls biskups

Forseti:

Áður en hæstv. deild tekur til starfa að þessu sinni, vil jeg gjöra henni kunnugt, að vjer eigum nú á bak að sjá einum besta og nýtasta manni þjóðarinnar, þar sem er Þórhallur biskup Bjarnarson. Hann andaðist 15. þ. m. Hann var fæddur í Laufási við Eyjafjörð 2. des. 1855. Tók embættispróf í guðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn 23. jan. 1883 með 1. einkunn. Var veitt Reykholt í Borgarfirði 18. mars 1884, og var prestvígður þangað 18. maí sama ár. Skipaður prófastur í Borgarfjarðarsýslu 7. júní sama ár. 19. mars 1885 var honum veitt Akureyrarprestakall. 20. ágúst sama ár var hann settur 1. kennari við prestaskólann og var veitt það embætti 24. febr. 1886. Þjónaði dómkirkjuprestsembættinu í Reykjavík 1889 — 90, með aðstoð. 10. jan. 1894 var hann settur forstöðumaður prestaskólans, og var veitt það embætti 30. maí sama ár. Skipaður biskup 19. september 1908. Riddari af Dannebrog varð hann 9. des. 1902, og Dannebrogsmaður 31. júlí 1906. Hlaut prófesssorsnafnbót 9. ágúst 1907. Gaf út Kirkjublaðið 1891—1897, og Nýtt Kirkjublað síðan 1906. Var skipaður af konungi í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum 4. mars 1904. Formaður landbúnaðarfjelagsins 1900—1907. Alþingismaður Borgfirðinga 1894—1899 og 1902—1907. Var forseti neðri deildar Alþingis 1897—1899.

Jeg sje að hv. þm. hafa staðið upp, og jeg skil, að þeir með því vilji láta í ljós söknuð sinn yfir því, að þjóðin hefir mist þenna mæta mann.

Jeg þakka.