13.01.1917
Sameinað þing: 4. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í B-deild Alþingistíðinda. (999)

Tillögur kjörbréfanefndar

Framsögumaður (Magnús Torfason):

Jeg þykist ekki þurfa að skýra þingheimi neitt nákvæmlega frá áliti eða gjörðum kjörbrjefanefndarinnar. Nægir að skírskota til nefndarálitsins. Vil jeg að eins taka það fram, að nefndin álítur, að Alþingi beri að eins að benda á þær misfellur, sem orðið kunna að hafa á, hjá kjörstjórnum, en svo beri stjórninni að láta kjörstjórnir sæta vílum eða áminningum fyrir áorðnar skyssur, eftir því, sem þœr hafa unnið til.