22.08.1917
Efri deild: 36. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1275 í B-deild Alþingistíðinda. (1018)

64. mál, tollalög

Frsm. (Sigurður Eggerz):

Frv. þetta er komið frá háttv. Nd. og fer fram á, að hækkaður verður tollur á nokkrum vörutegundum, öli, tóbaki, brjóstsykri og fleiru.

Tollhækkun þessi nemur á

öli úr 10 au. í 20 au. hvern 1. 100 %, tóbaki úr 2 kr. í 3 kr. hvert kg. 50 %, vindlingum úr 5,20 kr. í 6 kr. hvert kg. 15%m brjóstsykri úr 80 aur. í 1,25 kr. hvert kg. 56%

Ef lagt er til grundvallar það, sem fluttist inn af vörum þessum árið 1916, mundi tollhækkun þessi nema af

tóbaki kr. 106,000

vindlingum ... — 16,800

öli og limonadi . . — 30,000

brjóstsykri og konfekt — 10,575

Í nál. er ekki gert ráð fyrir, að tollhækkun þessi nemi meiru en 130,000 kr., og get jeg ekki heldur skilið, að það sje ofhátt áætlað, því að til þess mætti aðflutningur á vörutegundum þessum vera talsvert minni en verið hefir 1916.

Að öðru leyti sje jeg ekki ástæðu til að fara frekar orðum um frv. þetta, en læt nægja að vísa til nál. og óska þess, að frv. verði samþykt, því að ekki mun landssjóði veita af tekjuauka þessum.