03.09.1917
Efri deild: 46. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í B-deild Alþingistíðinda. (104)

1. mál, fjárlög 1918 og 1919

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg held, að það sje ekki rjett, sem háttv. þingm. Ak. (M. K.) sagði, að Botnia hafi tafist vegna þoku. Hún tafðist um daginn á suðurleið í þoku fyrir utan Reyðarfjörð.

Það getur komið til mála, að flutningsgjaldið verði lækkað um 5 kr., en ekki meira, án samþykkis þingsins. Nú er svo komið, að ekki er hægt að flytja vörur nema fyrir afarhátt gjald.