03.09.1917
Efri deild: 46. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

1. mál, fjárlög 1918 og 1919

Magnús Torfason:

Jeg skal ekki svara háttv. þingm. Ak. (M. K.) að þessu sinni; jeg mun fá tækifæri til þess síðar.

Í sambandi við ummæli hæstv. forsætisráðherra skal jeg geta þess, að það er ekki rjett, að ekki sje saltskortur við Ísafjarðardjúp. Sum skip hafa orðið að liggja inni vegna saltleysis, og margir bátar hafa ekki getað farið á flot, vegna þess, að þá hefir vantað salt í fiskinn; annars hefir stjórnin hingað til lifað á óveðrum, því að vestanlands hafa verið verri gæftir í sumar en menn muna dæmi til um þann tíma árs.