01.08.1917
Efri deild: 19. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1302 í B-deild Alþingistíðinda. (1056)

68. mál, Bakkagerði í Borgarfirði

Jóhannes Jóhannesson:

Frv. þetta er mjög einfalt og óbrotið, eins og háttv. deildarmenn sjá.

Svo hagar til, að smáá skilur lönd jarðanna á Bakkagerði og Bakka, og er því ekki hægt að stækka verslunarlóðina á Bakkagerði í haganlegustu átt með stjórnarráðsboði, af því að löggildingin er bundin við Bakkagerði eitt

Jeg álít málið svo óbrotið, að það ætti að geta gengið í gegnum háttv. deild nefndarlaust, en geri það ekki að kappsmáli; óska að eins, að það, með nefnd eða án nefndar, fái greiðan gang gegnum deildina.