26.07.1917
Neðri deild: 18. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1303 í B-deild Alþingistíðinda. (1064)

71. mál, stefnubirtingar

Flm. (Einar Arnórsson):

Það kom fram við 1. umr. annars máls hjer í deildinni, að þörf mundi vera á að athuga löggjöf vora um stefnubirtingar. Nú er þetta frv. komið fram vegna þessa. Það hefir verið safnað hjer saman í eina heild gildandi fyrirmælum, sem að þessu lúta, og auk þess eru hjer líka nýmæli, sem jeg vona að sjeu til bóta.

Jeg óska, að frv. sje vísað, að umræðu lokinni, til allsherjarnefndar.