18.08.1917
Efri deild: 34. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1349 í B-deild Alþingistíðinda. (1135)

74. mál, sveitarstjórnarlög

Framsm. (Magnús Torfason):

Nefndin hefir leyft sjer að gera brtt. við 2. málslið 1. gr. frv. Sú brtt. fer í þá átt að færa oddvitalaunin til sams vegar og ákvæðin eru um hreppstjóra, þannig að þau takmarkist einungis af mannfjöldanum. Að öðru leyti hygg jeg þarflaust að fara um þetta fleirum orðum, því að ástæðurnar, sem færðar eru fyrir þessu í nefndarálitinu, munu nægja.