06.08.1917
Neðri deild: 26. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1383 í B-deild Alþingistíðinda. (1207)

92. mál, stofnun alþýðuskóla á Eiðum

Frsm. (Sveinn Ólafsson):

Að eins örfá orð út af því, sem háttv. 1. þm. Árn. (S. S.) sagði um þetta, sem lengi hefir verið deiluefni eystra, hvort heldur ætti að vera alþýðuskóli eða búnaðarskóli á Eiðum. Mjer finst ekki rjett að fara að vekja deilur um það hjer aftur, enda kom það fram við 1. umr. (S. S.: Mín aths. stendur fyrir það.) Það gæti verið, að þeir, sem ekki hafa fylgst með í málinu, hjeldu, að hjer væri um nýtt atriði að ræða, sem ekki er rjett. Hvað búnaðarnámsskeiðinu viðvíkur, þá er í skiftingu þess tekið sjerstakt tillit til bæði karla og kvenna, sbr. hússtjórn, en jarðrækt hygg jeg að mundi altaf verða aðalatriðið á búnaðarnámsskeiðunum. Finst mjer svo ekki ástæðu til að svara þessu frekar.