30.07.1917
Neðri deild: 20. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1393 í B-deild Alþingistíðinda. (1228)

93. mál, eignarnám eða leiga á brauðgerðarhús o.fl.

Einar Arnórsson:

Jeg stend að eins upp til þess, að þingheimur þurfi ekki að halda, að háttv. þm. Dala. (B. J.) hafi sannfært mig með því ljettmeti, er hann bar hjer á borð. (B. J.: Mjer datt aldrei í hug, að þingmaðurinn ljeti sannfærast). Mjer skilst, að það sje ályktun frá því meira til hins minna, að hægt sje að taka eignina á leigu til þess tíma, er þörf gerist, fyrst að heimilað er að taka hana eignarnámi. En það er auðvitað sjálfsagður hlutur, að menn fái fult endurgjald, eigi að eins fyrir slit hluta, heldur og atvinnutjón.