02.08.1917
Neðri deild: 23. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1400 í B-deild Alþingistíðinda. (1239)

93. mál, eignarnám eða leiga á brauðgerðarhús o.fl.

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Frá því í gær hafa komið fram tvær brtt. Jeg er fylgjandi brtt. á þgskj. 264 og tel hana betri en brtt. á þgskj. 232. Jeg fæ ekki annað sjeð en að brtt. á þgskj. 262 sje það sama sem felt var við 2. umr. viðvíkjandi, 7. gr. frv. Það væri mjög óheppilegt, ef bæjarfjelögum væri meinað að taka brauðgerðarhús á leigu, því að það gæti alveg hindrað, að þau gætu tekið brauðgerðarhúsin í sína þjónustu, þó að á þyrfti að halda. Brtt. við 8. gr. á sama þgskj. er óþörf. Jeg vona því, að háttv. deild samþ. frv. óbreytt að öðru leyti en brtt. á þgskj. 264 fer fram á.