31.08.1917
Efri deild: 44. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1440 í B-deild Alþingistíðinda. (1325)

113. mál, lýsismat

Frsm. (Karl Einarsson):

Jeg get látið mjer nægja að vísa til nál. og vona, að háttv. deild samþ. frv. með breytingum nefndarinnar. Okkur var sem sje ljóst, að frv. ætti því að eins að ná fram að ganga, að hæfir menn væru skipaðir til starfans. 2. brtt. á þgskj. 667 fer í þá átt að tryggja það.

Jeg ætla svo ekki að fjölyrða um málið að sinni, en komi fram einhver mótmæli gegn frv., kann að vera, að jeg finni ástæðu til að svara þeim.