14.09.1917
Efri deild: 57. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1447 í B-deild Alþingistíðinda. (1343)

127. mál, lokunartími sölubúða í kaupstöðum

Forseti:

Jeg vil leyfa mjer að vekja athygli háttv. deildar á því, að mönnum hjer í höfuðstað og stærsta verslunarstað landsins er það mjög mikið áhugamál, að frv. nái fram að ganga á þessu þingi.

Jeg veit ekki, hvers hugar háttv. deild er í þessu máli, en vil benda á, að hægt er að afgreiða málið sem lög frá þessu þingi með afbrigðum, verði því ekki vísað í nefnd. Frv. fer einungis fram á heimild fyrir bæjarstjórnir til að gera samþyktir um, að sölubúðum skuli lokað á ákveðnum tíma, og sje jeg ekki, að neitt geti verið athugavert að samþykkja það.