16.08.1917
Neðri deild: 35. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1449 í B-deild Alþingistíðinda. (1355)

135. mál, kornforðabúr

Frsm. (Sigurður Sigurðsson):

Á þgskj. 234 er gerð grein fyrir, hvernig á þessu frv. stendur, og einnig er á það minst á þgskj. 409. Landbúnaðarnefndinni leist það ráðlegast að sameina í eitt ákvæði tvennra laga, sem til eru um þetta sama efni, og því er frv. nú komið fram. Upp í það eru einnig tekin aðalákvæðin úr frv. stjórnarinnar um viðauka við kornforðabúrslögin, og gerir nefndin sjer þá von um, að stjórnin taki sitt frv. aftur, ef þetta nær fram að ganga, sem jeg geri að sjálfsögðu ráð fyrir.