11.08.1917
Neðri deild: 31. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1464 í B-deild Alþingistíðinda. (1377)

131. mál, seðlaupphæð

Jón Jónsson:

Jeg skal vera mjög stuttorður. Það væri nokkuð öðru máli að gegna um þetta mál, ef við mættum vera vissir um, að þetta leyfi væri ekki veitt nema til skamms tíma og við þyrftum ekki sífelt að eiga von á þessu kvabbi bankans; þess vegna þætti mjer vænt um að heyra það af munni stjórnarinnar sjálfrar, hvort von væri um slíkt. En annars finst mjer ekki nema von, þótt margur beri kvíðboga fyrir því, að hætta geti stafað af þessari sífeldu ásækni bankans. Jeg vildi því fá að vita, hvort vissa sje um það, að hluthafar bankans sjeu fúsir til samkomulags. Ef ekki er hægt að fá breytingu á þessu, þá gæti að því rekið, að menn væru ekki fúsir á að uppfylla allar óskir bankans.