08.09.1917
Efri deild: 51. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 527 í B-deild Alþingistíðinda. (145)

1. mál, fjárlög 1918 og 1919

Halldór Steinsson:

Jeg lýsi yfir því, að jeg er að mestu samþykkur brtt. háttv. fjárveitinganefndar og mun greiða þeim atkvæði mitt.

Um brtt. einstakra þingmanna ætla jeg ekki að tala, en mun greiða atkvæði á móti meiri hluta þeirra. Þó er ein brtt., sem jeg get ekki greitt atkvæði á móti án þess að skýra frá því, hvers vegna jeg geri það. Það er brtt á þgskj. 890, um skrifstofufje sýslumanna. Jeg viðurkenni, að laun sýslumanna eru altof lítil, en jeg hefi áður lýst yfir því, að jeg vil ekki láta taka einstakar stjettir út úr og bæta kjör þeirra, því að það getur orðið til þess að tefja fyrir almennum bótum á launakjörum embættismanna. Fyrir þessa sök eina verð jeg að greiða atkvæði á móti brtt. hæstv. fjármálaráðherra (S. E.).