14.09.1917
Neðri deild: 60. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1561 í B-deild Alþingistíðinda. (1469)

146. mál, almenn hjálp

Bjarni Jónsson:

Jeg ætla einungis að benda háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) á, að hann hefði getað komist út úr þessum ógöngum, með því að leyfa þeirri viðaukatill. að, er jeg bar hjer fram við 3. gr., en hann útilokaði með sínu atkv. Með henni hefði orðið meiri jöfnuður hjálparinnar milli sveita og kaupstaða. Má hann því sjálfum sjer um kenna, ef frv. gengur ekki fram í þeirri mynd, er hann óskaði, að það komi sem flestum til góðs, þeim er þurfandi eru í landinu, og þá einnig fátæklingum í sveitum.

Þetta er fyrsta áminningin um, að ekki er vert að drepa till. frá atkvgr. alveg út í loftið.