31.08.1917
Neðri deild: 48. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1565 í B-deild Alþingistíðinda. (1484)

150. mál, dósentsembætti í læknadeild Háskóla Íslands

Atvinnnmálaráðherra (S. J.):

Þetta frv., sem hjer liggur fyrir, er komið frá háttv. Nd. og hefir einnig verið athugað í þessari deild af mentamálanefndinni. Af áliti nefndarinnar sjest, að hún óskar þess, að frv. þetta nái óbreytt fram að ganga, og tekur hún fram nokkrar ástæður fyrir því.

Jeg ætla að eins að láta í ljós, að eins og jeg er meðmæltur þessari viðbót við Háskóla vorn, eins er jeg meðmæltur því, að önnur viðbót, sem er á leiðinni, nái fram að ganga. Jeg álít þar skyldleik á milli, og gef því þessu frv. atkv. mitt, í þeirri von, að hið annað frv., er jeg gat um, nái einnig fram að ganga.