22.08.1917
Neðri deild: 40. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1575 í B-deild Alþingistíðinda. (1498)

162. mál, bráðabirgðahækkun á burðargjaldi

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg get ekki verið háttv. 1. þm. Árn. (S. S.) samdóma um, að blaða- og bókaútgáfu í landinu muni stafa hætta af hækkun á burðargjaldi. Ritstjórum er í lófa lagið að hækka verðið á blöðunum, og ef menn vilja á annað borð nokkuð til vinna, þá munu þeir kaupa blöðin eftir sem áður. En hætti menn blaðakaupum vegna þessarar verðhækkunar, eiga þau blöð, sem það kemur niður á, engan rjett á sjer.

Ef það er rjett, sem háttv. 1. þm. Árn. (S. S.) heldur fram, þá kostar landssjóður að nokkru leyti blaðaútgáfu í landinu. Það mætti telja skaðlaust, þótt nokkur af blöðunum hættu að koma út, og að minsta kosti býst jeg ekki við, að margir vilji það til vinna, að sum af þeim haldi áfram, að landssjóður borgi með þeim, í hvaða mynd sem það nú er.