10.09.1917
Efri deild: 52. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1582 í B-deild Alþingistíðinda. (1512)

162. mál, bráðabirgðahækkun á burðargjaldi

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vil leyfa mjer að fullyrða það, sem jeg hefi áður sagt, að mörg blöð sje1512

u gefin út með tekjuhalla. Eins og kunnugt er leggja margir fje fram til þess að berjast fyrir skoðunum sínum og áhugamálum, og gera það einmitt með blaðaútgáfu, en alls ekki er víst, að útgáfa sú beri sig. Að minsta kosti mun engum slíkum manni til hugar koma að halda úti blaði til tekjuauka fyrir sig.

Jeg skal að vísu ekki neita því, að sum af elstu blöðunum beri sig, en flestum mun þó haldið úti að meira eða minna leyti á kostnað útgefenda.

Og þar sem þetta er eitt af menningarmeðulum þjóðarinnar, tel jeg það varhugavert að íþyngja því með þessu.