18.08.1917
Neðri deild: 37. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1585 í B-deild Alþingistíðinda. (1520)

164. mál, tekjuskattur

Fjármálaráðherra (B. K.):

Jeg hefi litið svo á, að þetta frv. fari í rjetta átt, og vil því mæla með því hið besta. Reyndar hefi jeg ekki enn athugað skalann, en mun gera það fyrir 2. umr. Það er alt annað að ná tekjunum svona en að láta ríka og fátæka borga jafnt. Það er einmitt rjetta leiðin að ná tekjum af þeim, sem geta borið álögurnar.

Jeg geri því ráð fyrir, að frá stjórnarinnar hlið sje einungis meðmæla að vænta í þessu máli.