14.09.1917
Neðri deild: 60. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 561 í B-deild Alþingistíðinda. (158)

1. mál, fjárlög 1918 og 1919

Forseti:

Út af ummælum háttv. 1. þm. Eyf. (St. St.) um brtt. sína um styrk til Öxnadalsvegarins skal jeg taka það fram, að það þarf afbrigði frá þingsköpunum til þess, að tillaga þessi verði borin undir atkvæði, þar sem þessi styrkur hefir áður verið feldur hjer í deildinni. Sama er að segja um brtt. háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) á þgskj. 925, um fjárveitingu til byggingar á Hallormsstað. Þessara afbrigða verður leitað áður en gengið verður til atkvæða.