29.08.1917
Neðri deild: 46. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1667 í B-deild Alþingistíðinda. (1587)

169. mál, aðflutningsbann á áfengi

Einar Arnórsson:

Jeg skal verða við því að svara fyrirspurn háttv. þm. Dala. (B. J.), að svo miklu leyti sem mjer er kunnugt. Nefndin í máli þessu hjelt fund með sjer á sunnudaginn, ræddi málið allrækilega og samdi þá greinargerð sína. Háttv. 2. þm. Rang.

(E. J.) var þá fjarverandi. En svo var greinargerðin lesin upp á næsta fundi og borin nákvæmlega saman við lögin. Var þá háttv. þm. (E. J.) viðstaddur og skrifaði athugasemdalaust undir með hinum nefndarmönnunum. En síðar kom hann og kvaðst ekki hafa nógu nákvæmlega athugað innskotin, og vildi hafa frjálsar hendur og óbundið atkvæði sitt. Nefndin er mjög frjálslynd og gat ofurvel sett sig inn í það, að háttv. þm. (E. J.) mundi ekki hafa kynt sjer málið sem skyldi, og er það því með öllu reiðilaust frá okkar hálfu, þótt hann, samvisku sinnar vegna, geti ekki fylgt nefndinni að málum.