04.08.1917
Efri deild: 22. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1753 í B-deild Alþingistíðinda. (1696)

27. mál, bæjarstjórn Ísafjarðar

Frsm. (Magnús Torfason):

Jeg vil að eins benda á það, út af athugasemd háttv. þm. Ak. (M. K.), að, eins og nú er ástatt á Ísafirði, fer annar þriðjungur bæjarstjórnarinnar frá 31. des. 1917. Þess vegna kemur ekki til hlutkestis, og þarf ekki annað ákvæði en að bæjarfulltrúar skuli kosnir til 3 ára. Ákvæðið um hlutkesti má því falla burt.