12.09.1917
Efri deild: 55. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1810 í B-deild Alþingistíðinda. (1757)

39. mál, fasteignamat

Hjörtur Snorrason: Jeg hefi leyft mjer að koma fram með brtt. á þgskj. 901, sem er í samræmi við breytingu þá, sem gerð var á frv., þá er það var til meðferðar síðast hjer í deildinni, Brtt. gengur nefnilega út á það, að úr gildi sje numin 9. gr. fasteignamatslaganna. Háttv. deild samþykti þá breytingu þessa með öllum þorra greiddra atkvæða (10:1), en háttv. Nd. hefir svo tekið upp á því að setja greinina aftur, lítið eitt breytta, eða eins og hún stóð í frv. því, sem þingið í vetur er leið vísaði til stjórnarinnar. Þar sem nú bæði háttv. flm. frv. (G. G.) og fl. hafa fært nokkur rök fyrir því áður hjer í háttv. deild, að umrædd gr. fasteignamatslaganna sje óþörf og gagnslaus, þá sje jeg ekki þörf á að fara um þetta fleirum orðum, en get ekki annars vænst en að háttv. deild samþykki brtt. þessa, enda er það í fullu samræmi við það, sem hún hefir áður gert.