11.08.1917
Efri deild: 28. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1857 í B-deild Alþingistíðinda. (1808)

63. mál, bæjarstjórn á Akureyri

Frsm. (Magnús Torfason); Jeg hefi ekki mikið að segja um brtt. á þgskj. 373. Eins og getið er um í nál. hafa komið fram óskir um það frá borgurum á Akureyri, að frv. yrði breytt að nokkru. Þess var sjerstaklega óskað, að ákvæðum frv. um kosningarrjett yrði breytt. Þar hafði gamla ákvæðið verið látið halda sjer, um að þeir, sem skulduðu í bæjarsjóð, skyldu verða af kosningarrjetti. En þetta ákvæði hefir nú lengi verið dauður bókstafur, og var því slept í frv. um bæjarstjórn á Ísafirði; þótti nefndinni því rjett að taka þessa ósk til greina. Enn fremur hafa komið fram raddir um það, að Alþingi og löggjafarvaldið skipaði ekki þegar svo fyrir, að bæjarstjóri skuli koma í stað bæjarfógeta á Akureyri, heldur skuli fyrst leitað samþykkis borgaranna með leynilegri atkvæðagreiðslu um það atriði. Nefndin hefir einnig fallist á þetta, og hljóðar önnur brtt. um þetta ákvæði.

Jeg skal að lokum geta þess, að hv. þm. Ak. (M. K.) hefir tjáð sig samþykkan brtt. nefndarinnar.