04.07.1917
Neðri deild: 2. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (181)

2. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Fjármálaráðherra (B. K.):

Jeg hefi lítið að segja um þetta frv. Í því er að eins að ræða um upphæðir, sem búið er að borga fyrir löngu. Flestar þeirra hafa verið settar í fjáraukalögin eftir tillögum endurskoðenda landsreikninganna. Eins og kunnugt er mælir stjórnarskráin svo fyrir, að öll gjöld landsins skuli veitt í fjárlögum.

Annað hefi jeg ekki um frv. þetta að segja, en vil stinga upp á, að því sje vísað til sömu nefndar og næsta mál á undan (fjárveitingan.) og látið ganga til 2. umr.