17.08.1917
Neðri deild: 36. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1871 í B-deild Alþingistíðinda. (1851)

66. mál, gjöld til holræsa og gangstétta á Akureyri

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Eins og menn vita þá var með lögum þeim, sem nefnd eru í fyrirsögn frv., umboði þjóðjarða breytt svo, að framvegis skyldi innheimtan falin hreppstjórum, og umboðslaunin voru færð niður í 6%. Þetta var gert af því, að búist var við því, að jörðunum mundi fækka. Nú stendur svo á í þessu hjeraði, að ekki eru líkur til, að margar jarðir þar muni verða seldar í bráð, og því hefir mörgum fundist, að ekki muni heppilegt að dreifa innheimtunni á margar hendur. Nefndinni hefir fundist breytingin vera sanngjörn og leggur til að hún verði samþykt. Að öðru leyti skal jeg láta mjer nægja að vísa til nefndarálitsins, og segi því ekki meira að sinni.