23.08.1917
Neðri deild: 41. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1871 í B-deild Alþingistíðinda. (1853)

66. mál, gjöld til holræsa og gangstétta á Akureyri

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Það er út af brtt. á þgskj. 525, sem hefir verið endurtekin á þgskj. 561, að jeg stend upp. Jeg verð í stuttu máli að lýsa yfir því, fyrir nefndarinnar hönd, að okkur finst ekki ástæða til að taka hana til greina. Það stendur svo alveg sjerstaklega á með þetta þjóðjarðaumboð hjer á vesturhorni landsins, að jeg held, að ekki sje nálægt því sama ástæða til að breyta lögunum frá 20. okt. 1913, um umboð þjóðjarða, að því er Múlasýslu snertir, sem Arnarstapaumboð. Jeg vil því leyfa mjer að mæla eindregið á móti því, að brtt. á þgskj. 561 verði samþ. Mjer þykir ekki nauðsyn að útskýra í smáatriðum, hvernig á því stendur, að farið er fram á þessa breytingu með umboðið á Snæfellsnesi, en sú breyting á ekki annarsstaðar við, og nærri því allra síst í Múlasýslum.