10.08.1917
Neðri deild: 30. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1884 í B-deild Alþingistíðinda. (1872)

82. mál, skipun prestakalla

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg skal að vísu játa, að jeg er ekki kunnugur staðháttum, en hitt vita víst flestir, að þetta frv. hefir tvisvar áður verið á ferðinni hjer í þinginu. Það ætti ekki að vera neitt heppilegra að verða nú við bón viðkomandi hjeraðsmanna en áður. Í sjálfu sjer er það ekki mikið mál, hvort þessi breyting út af fyrir sig kæmist á. En mjög er hætt við, að fleiri biðji um hið sama, ef þetta er látið eftir einum. Víða voru menn óánægðir, er lög voru sett um að fækka prestum. Flestir vildu ekki missa prestinn sinn. Það má því við fleirum slíkum kröfum búast, sem hafa við lík rök að styðjast, ef þetta frv. nær fram að ganga.